70. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. ágúst 2015 kl. 09:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Katrín Júlíusdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Frumvarp til laga um náttúruvernd. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau fyrirhugað frumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.

2) Önnur mál Kl. 11:10
Jón Þór Ólafsson vakti máls á athugasemdum sínum við fundargerðir nefndarinnar frá síðasta þingi. Hann bókar eftirfarandi: „Ef athugasemdir mínar við fundargerðir hafa ekki ratað inn samkvæmt reglum verði boðaður fundur í nefndinni fyrir þingsetningu til að leiðrétta það.“

Fundi slitið kl. 11:15