4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. september 2015 kl. 10:00


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Róbert Marshall (RM), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Haraldur Einarsson og Vilhjálmur Árnason véku af fundi kl. 11:20.
Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Geislavirk spilliefni við Reykjanesvirkjun. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Magnússon frá Geislavörnum ríkisins, Þorgeir Sigurðsson verkfræðingur, Ríkharður F. Friðriksson og Ásmundur Þorkelsson frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun og Ásgeir Margeirsson, Kristín Vala Matthíasdóttir og Finnur Beck frá HS-orku.

2) Heimsókn forstjóra Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA). Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar kom Dr. Hans Bruyninckx, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA). Með honum í för voru Sigfús Bjarnason, starfsmaður EEA, Hermann Sveinbjörnsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ástríður E. Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun.

3) 10. mál - þjóðgarður á miðhálendinu Kl. 11:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00