8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. október 2015 kl. 09:10


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Höskuldur Þórhallsson og Ásta Helgadóttir höfðu boðuð forföll.
Elín Hirst var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) 140. mál - náttúruvernd Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gunnar Val Sveinsson og Einar Torfa Finnsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku og Árna Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

Þegar framangreindir gestiru höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Birkir Snær Fannarsson og Andrés Arnalds frá Landgræðslunni, Gerður Stefánsdóttir frá Veðurstofunni og Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins í gegnum síma.

Þar næst komu á fundinn Óli Grétar Sveinsson Blöndal og Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun og Stefán Erlendsson og Eyþóra Hjartardóttir frá Vegagerðinni.

3) 225. mál - skipulagslög Kl. 11:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Róbert Marshall vék máls á fréttum síðustu daga um kaldan blett í sjónum sunnan Íslands og taldi ástæðu til að funda um málið við tækifæri.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30