20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 09:35


Mættir:

Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:45
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 09:35
Róbert Marshall (RM), kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.
Höskuldur Þórhallsson og Katrín Júlíusdóttir höfðu boðuð forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:35
Fundargerðir 12. - 19. fundar voru samþykktar.

2) 225. mál - skipulagslög Kl. 09:35
Á fundinn komu Íris Bjargmundsdóttir og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins. Á fundinum voru einnig Ásdís Hlök Theódórsdóttir og Einar Jónsson frá Skipulagsstofnun.

3) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 10:00
Á fundinn komu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Íris Bjargmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ásdís Hlökk Theódórsdóttir og Einar Jónsson frá Skipulagsstofnun og kynntu efni tillögunnar.

4) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:35
Á fundinn komu Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynntu þau efni frumvarpsins.

5) 263. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) 265. mál - þriðja kynslóð farsíma Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07