30. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl. 09:35


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:35
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:35
Elín Hirst (ElH), kl. 09:35
Róbert Marshall (RM), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:35

Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgir Ármannsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerðir 27.-29. fundar voru samþykkar.

2) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helga Bjarnason og Björk Guðmundsdóttur frá Landsvirkjun, Áshildi Bragadóttur, Guðbrand Benediktsson, Örn Sigurðsson og Snorra Sigurðsson frá Reykjavíkurborg, Sigurð Haraldsson og Björn Pétursson frá Hafnarfjarðarbæ og Helen Karlsdóttur frá Ferðamálastofu í gegnum síma.

3) Framkvæmdaákvörðun nr. 2015/2119/ESB um niðurstöður fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynnti efni gerðarinnar.

4) Framkvæmdaákvörðun [númer ekki komið] um skipaniðurrifsstöðvar Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynnti efni gerðarinnar.

5) 375. mál - siglingalög o.fl. Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Örn Indriðason frá innanríkisráðuneyti og kynnti efni frumvarpsins.

6) 400. mál - vatnsveitur sveitarfélaga Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 11. febrúar.

7) 404. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 10:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 11. febrúar.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Mannvirkjastofnunar kæmu á fund nefndarinnar og kynntu auglýstar breytingar á byggingarreglugerð með áherslu á aðgengismál fatlaðra. Viðstaddir nefndarmenn tóku undir óskina.

Fundi slitið kl. 11:05