31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:50
Elín Hirst (ElH), kl. 09:30
Róbert Marshall (RM), kl. 09:50
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:10

Birgir Ármannsso og Vilhjálmur Árnason véku af fundi kl. 10:30.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) Drög að breytingum á byggingarreglugerð Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun. Kynntu þeir drög að breytingum á byggingarreglugerð og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 371. mál - Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Svana Helgadóttir og Stefán Guðmundsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmdaákvörðun nr. 2015/2119/ESB um niðurstöður fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) Kl. 11:00
Umfjöllun um málið var frestað.

5) Framkvæmdaákvörðun [númer ekki komið] um skipaniðurrifsstöðvar Kl. 11:00
Umfjöllun um málið var frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00