33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. febrúar 2016 kl. 09:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:40
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Róbert Marshall (RM), kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.
Elín Hirst boðaði forföll.
Katrín Júlíusdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) Drög að breytingum á byggingarreglugerð Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalaginu, Bergur Þorri Benjamínsson og Guðbjörg Eiríksdóttir frá Sjálfsbjörgu, Árný Sigurbjörg Guðjónsdóttir frá MND-félaginu og Una Jónsdóttir frá ASÍ.

3) 371. mál - Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Árni Einarsson frá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn, Kristín Linda Árnadóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun og Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

4) 131. mál - stofnun loftslagsráðs Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

5) 160. mál - aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) 328. mál - notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

7) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05