37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:30
Róbert Marshall (RM), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Elín Hirst boðaði forföll.
Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 400. mál - vatnsveitur sveitarfélaga Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gústaf Adolf Skúlason og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku og Agnar Bragi Bragason og Tryggvi Þórðarson frá Umhverfisstofnun.

3) 404. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gústaf Adolf Skúlason og Sigurjón N. Kjærnested frá Samorku og Agnar Bragi Bragason og Tryggvi Þórðarson frá Umhverfisstofnun.

4) Reglugerð (ESB) nr. 2015/2120 (TSM - Telecom Single Market) Kl. 10:00
Nefndin hélt símafund með Smára McCarthy.

5) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið.

6) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 10:35
Svandís Svavarsdóttir vék máls á því að nefndin ætti að ræða þau þingmannamál sem komin eru til meðferðar hjá nefndinni og tók formaður undir það.

Fundi slitið kl. 10:40