39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 10:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:05
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:15

Elín Hirst boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Formaður gerði hlé á fundinum milli kl. 10:50 og 11:25.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 328. mál - notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Freyr Hermannsson og Kristinn Wiium frá foreldrahópnum Nýjan völl án tafar, öll gúmmíkurl til grafar, og Þorbjörn Jónsson og Þórarinn Guðnason frá Læknafélaginu.

2) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 11:25
Nefndin fjallaði um málið.

3) 133. mál - uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 11:30
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt með framlögðu nefndaráliti sem var samþykkt.
Að áliti 1. minni hluta standa HöskÞ, HE, BÁ og VilÁ.
Að áliti 2. minni hluta standa KaJúl, RM og SSv.

4) 400. mál - vatnsveitur sveitarfélaga Kl. 11:32
Formaður lagði til að mál 400 og 404 yrðu afgreitt með sameiginlegu nefndaráliti sem var samþykkt.
Að áliti nefndarinnar standa HöskÞ, KaJaúl, HE, BÁ, RM, SSv og VilÁ.

5) 404. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 11:32
Sjá fyrri dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 11:35
RM óskaði eftir því að fulltrúar Spalar kæmu á fund nefndarinnar til að ræða rekstur, gjaldtöku og afkomu félagsins. Var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:35