66. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Sigríði Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem kynntu málið fyrir nefndarmönnum og svöruðu spurningum.

3) 785. mál - timbur og timburvara Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Sigríði Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Björn Karlsson og Jón Guðmundsson frá Mannvirkjastofnun og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur frá Skógræktinni. Gestir settu fram sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 670. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu, Guðmund Tryggva Ólafsson frá Sorpu bs. og Kristínu Lindu Árnadóttur, Agnar Braga Bragason og Guðmund Bjarka Ingvarsson frá Umhverfisstofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Ákveðið var að afboða fyrirhugaðan fund 11. ágúst 2016.

Fundi slitið kl. 11:00