67. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. ágúst 2016 kl. 10:15


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:15
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:15
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:15

Elín Hirst, Ásta Guðrún Helgadóttir og Róbert Marshall voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 673. mál - Vatnajökulsþjóðgarður Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

3) 785. mál - timbur og timburvara Kl. 10:55
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og BÁ lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.

Að nefndaráliti standa: HöskÞ, KaJúl, HE, BÁ, ElH skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, SSv, og VilÁ.

4) Reglug 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og vottun losunar á koldíoxíði frá sjóflutningum Kl. 10:58
Formaður dreifði drögum að áliti nefndarinnar til utanríkismálanefndar og BÁ lagði til að það yrði afgreitt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, KaJúl, HE, BÁ, ElH skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, SSv, og VilÁ.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi samgöngumál og vinnu nefndarinnar næstu vikur.

Fundi slitið kl. 11:30