68. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:10
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20

Katrín Júlíusdóttir og Svanhvít Svavarsdóttir boðuðu forföll.

Róbert Marshall vék af fundi kl. 9:50.


Bókað:

1) 673. mál - Vatnajökulsþjóðgarður Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Ögmundsson og Orra Pál Jóhannsson, þjóðgarðsverði Vatnajökulsþjóðgarðs. Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður tók þátt í fundinum í gegnum síma. Gestir viðruðu sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni Reykjavíkurflugvallar Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Jónsson frá Framsókn og flugvallarvinum og Ingvar Tryggvason frá öryggisnefnd FÍA. Þorkell Ásgeir Jóhannsson frá Mýflugi, Sigurður Einar Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Njáll Trausti Friðbertsson frá Hjartanu í Vatnsmýrinni tóku þátt í fundinum í gegnum síma. Gestir viðruðu sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 11:10
Dagskrárlið frestað.

4) 674. mál - Umhverfisstofnun Kl. 11:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 31. ágúst.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15