73. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Róbert Marshall og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 674. mál - Umhverfisstofnun Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Sæmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson frá innanríkisráðuneyti, sem svaraði spurningum nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið úr nefndinni. Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa Höskuldur Þórhallsson, Haraldur Einarsson, Birgir Ármannsson, Elín Hirst og Vilhjálmur Árnason.

4) 263. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 12:00
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00