7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2017 kl. 09:30


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:37
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:38
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir og Einar Brynjólfsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Reglugerð nr. 1257/2013 (EB) um endurvinnslu skipa Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gestir kynntu efni reglugerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1032 sem ákvarðar niðurstöður sem gilda fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) samkvæmt tilskipun nr. 2010/75/EU, fyrir járnlausan málmiðnað. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gestir kynntu efni framkvæmdaákvörðunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/403 frá 18. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 að því er varðar flokkun alvarlegra brota flutningsaðila (umferðaröryggi, flutningaöryggi) Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Gestir kynntu efni reglugerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Pósttilskipunin 2008/6/EB. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Gestir kynntu efni reglugerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:10


Fundi slitið kl. 11:10