16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. mars 2017 kl. 09:30


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:30
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:50
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30

Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundinum kl. 10:40.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) 128. mál - farþegaflutningar og farmflutningar Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson og Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, sem fóru yfir fram komnar athugasemdir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 307. mál - umferðarlög Kl. 11:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Pawel Bartoszek var valinn framsögumaður málsins.

4) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti.

Teitur Bjorn Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30