26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. maí 2017
kl. 09:04
Mættir:
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:00Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi.
Nefndarritari: Steindór Dan Jensen
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.
2) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:04
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
3) 389. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 09:55
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
4) 128. mál - farþegaflutningar og farmflutningar Kl. 12:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu og stendur sameiginlega að nefndaráliti og breytingartillögu.
5) Pósttilskipunin 2008/6/EB. Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingimund Sigurpálsson og Hörð Jónsson frá Íslandspósti.
6) 375. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 10:53
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Hermann Sæmundsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
7) 307. mál - umferðarlög Kl. 11:25
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
8) 234. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna Kl. 11:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hafdísi Perlu Hafsteinsdóttur og Karl Alvarsson frá Isavia og Kristínu Helgu Markúsdóttur og Sigrúnu Henríettu Kristjánsdóttur frá Samgöngustofu.
9) Önnur mál Kl. 12:10
Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Frumvarpið flytja Valgerður Gunnarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Teitur Björn Einarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, auk Ásmundar Friðrikssonar, sem lýsti sig samþykkan því að flytja málið á fyrri fundum nefndarinnar og í samtali við formann utan fundar.
Fundi slitið kl. 12:10