29. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. maí 2017 kl. 09:32


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:30
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Daníel E. Arnarsson (DA), kl. 09:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Einar Brynjólfsson vék af fundi kl. 9:57.

Teitur Björn Einarsson vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Dagskrárlið frestað.

2) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Hermann Sæmundsson, Guðna Geir Einarsson og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Bjarna Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Berglindi Kristinsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Ástu Stefánsdóttur frá Sveitarfélaginu Árborg, Gunnlaug Júlíusson frá Borgarbyggð, Björn Líndal frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nefndin átti símafundi við Björg Björnsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi og Guðmund Baldvin Guðmundsson frá Eyþingi.

3) 333. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 11:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:46