30. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 15. maí 2017 kl. 18:02


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 18:00
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 18:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 18:00
Daníel E. Arnarsson (DA), kl. 18:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 18:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 18:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 18:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 18:00

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Ásmundur Friðriksson tók þátt í fundinum símleiðis.

Bókað:

1) 523. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 18:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Þorra Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Nefndin ákvað að standa í sameiningu að flutningi frumvarps til breytingar á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, sbr. 523. þingmál.

2) Önnur mál Kl. 18:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:16