31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 09:04


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:40
Daníel E. Arnarsson (DA), kl. 09:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:58
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

3) 333. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 09:58
Tillaga formanns um að afgreiða málið var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Nefndin skilar einu sameiginlegu nefndaráliti.

4) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:06
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:07
Nefndin ræddi málefni skógræktarfélagsins Barra.

Fundi slitið kl. 10:20