32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 13:35


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 13:30
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:30
Daníel E. Arnarsson (DA), kl. 13:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 13:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:30

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 15:30.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:35
Dagskrárliði frestað.

2) 204. mál - Umhverfisstofnun Kl. 13:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk til símafundar við sig Guðmund Inga Guðbrandsson og Sif Konráðsdóttur frá Landvernd.

3) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 14:00
Nefndin fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Nefndin samþykkti að afgreiða málið með atkvæðum Gunnars Braga Sveinssonar, Ásmundar Friðrikssonar, Teits Björns Einarssonar, Pawels Bartoszek, Valgerðar Gunnarsdóttur og Einars Brynjólfssonar, sem standa saman að nefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Daníel E. Arnarsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og boðuðu minnihlutaálit.

4) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 15:29
Dagskrárlið frestað.

5) Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 15:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:47