37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 13:02


Mættir:

Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (GuðÞ), kl. 13:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:00
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 13:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 389. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 13:03
Nefndin tók málið til umfjöllunar og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Karl Arnar Arnarsson frá Loftmyndum ehf.

3) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00