40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 09:49


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 09:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:45
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:45
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:45
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:45
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) fyrir Pawel Bartoszek (PawB), kl. 10:12
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:49
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:50

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:49
Fundargerðir 38. og 39. fundar voru samþykktar.

2) Ástand Mývatns. Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorstein Gunnarsson og Jón Jónsson frá Skútustaðahreppi.

3) Innleiðingarákvörðun (ESB) nr. 2016/902 - BAT fyrir meðferð á frárennsli og afgasi frá efnaiðnaði Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Nefndin samþykkti álit um gerðina til utanríkismálanefndar.

4) Tilskipun nr. 2016/1148 um aðgerðir til að samræma net- og fjarskiptaöryggi kerfa innan ESB Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Veru Sveinbjörnsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Nefndin samþykkti álit um gerðina til utanríkismálanefndar.

5) Tilskipun nr. 2014/61/EB um innviði fjarskipta Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Veru Sveinbjörnsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Nefndin samþykkti álit um gerðina til utanríkismálanefndar.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20