42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. ágúst 2017 kl. 10:00


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 10:00
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 10:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 10:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 10:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Lyklafellslína Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Kristinsdóttur, Þormóð Sveinsson og Ívar Bragason frá Hafnarfjarðarbæ, Ólaf Melsted frá Mosfellsbæ, Steingrím Hauksson frá Kópavogsbæ, Eystein Haraldsson frá Garðabæ, Nils Gústafsson og Þórð Bogason frá Landsneti, Agnar Bragason og Björn Stefánsson frá Umhverfisstofnun, Snæbjörn Guðmundsson og Karl Ingólfsson frá Landvernd og Sigmund Einarsson, Ragnhildi Jónsdóttur og Helenu Mjöll Jóhannsdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

2) Tafir á framkvæmdum við Teigsskóg Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrein Haraldsson og Magnús Val Jóhannsson frá Vegagerðinni.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00