6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 08:40


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:40
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:40
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 08:40
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:40
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:40
Dagskrárlið frestað.

2) Loftslagsmál - landgræðsla Kl. 08:42
Nefndin fékk á sinn fund Árna Bragason, Magnús Jóhannsson og Gústaf Magnús Ásbjörnsson frá Landgræðslunni sem fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni Vestmannaeyjaferju Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Elliða Vignisson, Lúðvík Bergvinsson og Ingva Harðarson frá Vestmannaeyjabæ, sem fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22