9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Ekki var tekin fyrir fundargerð á þessum fundi.

2) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu þau Björn Freyr Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og kynntu málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 109. mál - Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu þau Björn Freyr Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og kynntu málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 110. mál - eftirlit með skipum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu þau Björn Freyr Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og kynntu málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) 149. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 09:50
Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

6) 169. mál - hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar Kl. 09:50
Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

7) 168. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur Kl. 09:50
Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

8) 190. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 09:50
Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

9) Önnur mál Kl. 10:00
ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00