20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:59
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:59
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:59
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:59
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:59
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:17
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:59

Vílhjálmur Árnason boðaði forföll vegna funda Norðurlandaráðs. Björn Leví Gunnarsson var fjarverandi.

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl 10:41.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Formaður minnir á fundargerðir í fundagátt.

2) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og kynnti frumvarpið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 248. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Íris Bjargmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynntu málið fyrir nefndinni og svörðuðu spurningum nefndarmanna. Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu Guðjón Bragason og Vigdís Hasler til fundar við nefndina og fór yfir athugasemdir sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 250. mál - staða sveitarfélaganna á Suðurnesjum Kl. 10:50
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ákvað að þekkjast boð Hafnarfjarðarbæjar um heimboð fimmtudaginn 12. apríl.

Fundi slitið kl. 11:00