24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 16:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 16:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 16:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 16:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 16:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 16:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 16:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 16:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 16:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 16:00

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 17:10.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:47
Fundargerðir 17. - 20. fundar lagðar fyrir og samþykktar.

2) 109. mál - Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 16:02
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Björn Freyr Björnsson og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Bergþór Ólason yrði framsögumaður málsins.

3) 390. mál - fjarskipti Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar mættu Sigurjón Ingvason, Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Winter. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Hrafnkell V. Gíslason, Björn Geirsson og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 389. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála Kl. 17:30
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

5) 110. mál - eftirlit með skipum Kl. 17:55
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

6) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 17:55
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) 185. mál - mannvirki Kl. 17:55
Nefndin samþykkti að Bergþór Ólason yrði framsögumaður málsins.

8) 248. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 17:55
Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 17:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00