26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 08:34


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:30
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:41
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:44
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Jón Gunnarsson vék af fundi vegna annars fundar kl. 09:36. Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:34
Dagskrárlið frestað

2) 248. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar mættu Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagstofnun, Páll Gíslason og Sveinn Ingi Ólafsson frá Verkfræðingafélagi Íslands og Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Gestir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar mættu Hildur Sunna Pálmadóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun. Þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 389. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Björn Óli Hauksson frá Isavia, Jónas Snæbjörnsson, Hreinn Haraldsson og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni, Vigdís Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin átti símafund með Sæmundi Helgasyni frá sveitarfélaginu Hornafirði. Sæmundur kynnti umsögn sveitarfélagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35