35. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 08:44


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:44
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:44
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:44
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:44
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:44
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:44
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:53

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 10:10.
Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 10:38.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:44
Fundargerðir 33. og 34. fundar samþykktar.

2) Framlenging á bráðabirgðaákvæði um rafræna íbúakosningu og gerð rafrænnar kjörskrár Kl. 08:45
Nefndin samþykktir að flytja frumvarp til laga um framlengingu bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga.

3) 454. mál - Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Auður Inga Ingvarsdóttir og Jón Ríkharð Kristjánsson frá Mílu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun og Sigurjón Ingvason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar mættu Jón Rúnar Pálsson og Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jón Kristinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 10:22
Nefndin ræddi málið.

6) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 10:35
Nefndin ræddi málið.

7) 185. mál - mannvirki Kl. 10:46
Nefndin ræddi málið.

8) 481. mál - köfun Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

9) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yrði framsögumaður málsins.

10) 480. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024 Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

11) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

12) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Hanna Katrín Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

13) 454. mál - Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

14) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 10:51
Nefndin samþykkti að Rósa Björk Brynjólfsdóttir yrði framsögumaður málsins.

15) Önnur mál Kl. 10:53
Nefndin ræddi starfið framundan. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ítrekaði beiðni sína um fund um loftslagsmál.

Fundi slitið kl. 11:02