36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. maí 2018 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:13
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:39

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 10:39 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 35. fundar samþykkt.

2) 480. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni, Sindri Sigurgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Snorri Björn Sigurðsson og Árni Ragnarsson frá Byggðastofnun, Baldur Dýrfjörð frá Samorku og Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun. Fóru þeir yfir sjónarmið sinna stofnana/samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 11:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum.

4) Önnur mál Kl. 11:03
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:21