12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll.

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 09:38

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir síðustu funda voru samþykktar en gefin frestur til að nefndamenn hefður tækifæri til að gera athugasemdir.

2) 110. mál - eftirlit með skipum Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu BErgþóra HAlldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jón Kristinn Sverrisson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda. Þau fóru yfir athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar mætti Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og fór yfir athugasemdir samtakanna við frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 200. mál - skipting útsvarstekna milli sveitarfélaga Kl. 10:15
ákveðið að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

5) 201. mál - frelsi á leigubifreiðamarkaði Kl. 10:15
ákveðið að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

6) Önnur mál Kl. 10:17
Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 10:18