8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 09:04

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Áfangaskýrsla starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Kári Kristjánsson og Bergþóra Halldórsdóttir. Þau kynntu áfangaskýrslu starfshópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Björg Finnbogadóttir frá Þjóðskrá Íslands, Björn Amby Lárusson og Helga Valborg Steinarsdóttir frá Ríkisskattstjóra, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bragi Axelsson frá Innheimtustofnun sveitarfélaga og Dagbjört Jónsdóttir og Eyþóra Hjartardóttir frá Vegagerðinni. Kynntu þau umsagnir sinna stofnana um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 188. mál - eftirlit með skipum Kl. 11:06
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) Fundargerð Kl. 11:08
Nefndin fjallaði um málið. Afgreiðslu frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37