10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
heimsókn til Veðurstofu Íslands fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 08:37


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:37
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:37
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:37
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:37
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:37
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:37
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:37

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll.
Jón Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Frestað.

2) Heimsókn til Veðurstofu Íslands Kl. 08:37
Nefndin fór í heimsókn til Veðurstofunnar og fékk kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Árni Snorrason, Ingvar Kristinsson, Sigrún Karlsdóttir, Jórunn Harðardóttir, Óðinn Þórarinsson, Theódór Freyr Hervarsson og Haukur Hauksson tóku á móti nefndinni.

Fundi slitið kl. 10:06