15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. nóvember 2018 kl. 09:06


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:09
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:06
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Jón Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 14. fundar samþykkt.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar mættu Eva Björk Harðardóttir og Bjarni Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Einar Freyr Elínarson frá Mýrdalshreppi, Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Steinar Sigurjónsson frá Grímsnes- og Grafningshreppi, Matthildur Ásmundardóttir frá sveitarfélaginu Hornafirði, Ásta Stefánsdóttir frá Bláskógabyggð, Jón G. Valgeirsson og Halldóra Hjörleifsdóttir frá Hrunamannahreppi og Rakel Sveinsdóttir frá sveitarfélaginu Ölfus. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Hilda Jana Gísladóttir og Páll Björgvin Guðmundsson frá Eyþingi, Finnur Yngvi Kristinsson og Jón Stefánsson frá Eyjafjarðarsveit, Ásthildur Sturludóttir frá Akureyrarbæ, Katrín Sigurjónsdóttir og Þorsteinn K. Björnsson frá Dalvíkurbyggð og Arnór Benónýsson frá Þingeyjarsveit. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddu nefndarmenn við Kristján Þór Magnússon frá Norðurþingi í síma. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sveitarfélagsins við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar mættu Eva Björk Harðardóttir og Bjarni Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Einar Freyr Elínarson frá Mýrdalshreppi, Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Steinar Sigurjónsson frá Grímsnes- og Grafningshreppi, Matthildur Ásmundardóttir frá sveitarfélaginu Hornafirði, Ásta Stefánsdóttir frá Bláskógabyggð, Jón G. Valgeirsson og Halldóra Hjörleifsdóttir frá Hrunamannahreppi og Rakel Sveinsdóttir frá sveitarfélaginu Ölfus. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Hilda Jana Gísladóttir og Páll Björgvin Guðmundsson frá Eyþingi, Finnur Yngvi Kristinsson og Jón Stefánsson frá Eyjafjarðarsveit, Ásthildur Sturludóttir frá Akureyrarbæ, Katrín Sigurjónsdóttir og Þorsteinn K. Björnsson frá Dalvíkurbyggð og Arnór Benónýsson frá Þingeyjarsveit. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddu nefndarmenn við Kristján Þór Magnússon frá Norðurþingi í síma. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sveitarfélagsins við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 34. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 11:22
Nefndin ræddi meðferð málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25