19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2018 kl. 09:12


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:12
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:12
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:12
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:58
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:12
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:12
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:43

Hanna Katrín Friðriksson og Björn Leví Gunnarsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerðir 17. og 18. fundar samþykktar.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 09:15
Nefndin ræddi við Elías Pétursson frá Langanesbyggð í síma. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Guðrún Vaka Steingrímsdóttir frá Bændasamtökum Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu Björk Grétarsdóttir, Engilbert Olgeirsson og Viðar Steinarsson frá Rangárþingi ytra. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 09:15
Nefndin ræddi við Elías Pétursson frá Langanesbyggð í síma. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Guðrún Vaka Steingrímsdóttir frá Bændasamtökum Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu Björk Grétarsdóttir, Engilbert Olgeirsson og Viðar Steinarsson frá Rangárþingi ytra. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 10:29
Á fund nefndarinnar mættu Helga Þórisdóttir og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fjallaði nefndin um málið.

5) 82. mál - náttúruvernd Kl. 10:57
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:03