21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. nóvember 2018 kl. 12:14


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 12:14
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 12:14
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 12:14
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 12:14
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 12:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 12:14
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Jón Gunnarsson (JónG), kl. 12:14
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 12:14
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:14

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var sameiginlegur með utanríkismálanefnd.

Bókað:

1) Loftslagsmál Kl. 12:14
Á fund nefndanna mættu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra auk Jörundar Valtýssonar, Jóns Erlings Jónassonar, Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, Bergþórs Magnússonar og Hrundar Hafsteinsdóttur frá utanríkisráðuneytinu, Huga Ólafssonar, Sigríðar Víðis Jónsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnar Brár Konráðsdóttur fulltrúa ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Gerðu gestir grein fyrir stöðu viðræðna Íslands og Noregs við ESB um loftslagsmál og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:47