23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2018 kl. 08:46


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:46
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:46
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:46
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:46
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:46
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 08:46
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:53
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:46
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:55
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:46
Frestað.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 08:47
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Njáll Trausti Friðbertsson, formaður starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna og Hreinn Haraldsson, formaður starfshóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Að auki gerði Njáll Trausti Friðbertsson grein fyrir niðurstöðum skýrslu starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna.
Þá gerði Hreinn Haraldsson grein fyrir niðurstöðum skýrslu starfshóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 08:47
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Njáll Trausti Friðbertsson, formaður starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna og Hreinn Haraldsson, formaður starfshóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Að auki gerði Njáll Trausti Friðbertsson grein fyrir niðurstöðum skýrslu starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna.
Þá gerði Hreinn Haraldsson grein fyrir niðurstöðum skýrslu starfshóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

4) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Svana Helgadóttir og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 232. mál - landgræðsla Kl. 11:06
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:06
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08