27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 08:38


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:38
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:38
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:38
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:38
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:38
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 08:38
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:38
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:38
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:55
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:45.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:54.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:38
Frestað.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 08:38
Nefndin ræddi málið.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 08:38
Nefndin ræddi málið.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 232. mál - landgræðsla Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Birkir Snær Fannarsson og Árni Bragason frá Landgræðslunni, Rakel Kristjánsdóttir og Agnar Bragason frá Umhverfisstofnun og Jón Gunnar Ottósson og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Unnsteinn Snorri Snorrason frá landssamtökum sauðfjárbænda og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Guðjón Bragason og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 403. mál - fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 12:15
Samþykkt að senda til umsagnar með fresti til 14. janúar.

6) 404. mál - stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033 Kl. 12:15
Samþykkt að senda til umsagnar með fresti til 14. janúar.

7) Önnur mál Kl. 12:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:16