38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 09:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:19

Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 09:47.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 09:50
Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

Formaður lagði til að Jón Gunnarsson stýrði umræðu nefndarinnar um málið. Það var samþykkt.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Bergþór Ólason, Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Karl Gauti Hjaltason, skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Karl Gauti Hjaltason skrifuðu undir álitið með fyrirvara.

Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu minni hluta álit.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 09:50
Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

Formaður lagði til að Jón Gunnarsson stýrði umræðu nefndarinnar um málið. Það var samþykkt.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Bergþór Ólason, Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Karl Gauti Hjaltason, skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Karl Gauti Hjaltason skrifuðu undir álitið með fyrirvara.

Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu minni hluta álit.

4) Önnur mál Kl. 09:05
Í upphafi fundar lagði Helga Vala Helgadóttir fram eftirfarandi bókun:

Mótmælt er að Bergþór Ólason sé mættur til að stýra fundi í umhverfis- og samgöngunefnd eftir allt sem á undan er gengið. Þetta kemur verulega á óvart og setur starf nefndarinnar mjög niður.

Hanna Katrín Friðriksson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Björn Leví Gunnarsson áheyrnarfulltrúi tóku undir bókunina.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir lagði fram tillögu um að fundi yrði slitið eða hlé gert á fundi. Fundarhlé var frá kl. 09:20 - 09:30.

Helga Vala Helgadóttir lagði til að fram færi atkvæðagreiðsla um að víkja formanni frá sbr. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að 1. varaformaður tæki við hlutverki formanns. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Björn Leví Gunnarsson áheyrnarfulltrúi tóku undir tillöguna.

Jón Gunnarsson lagði til að tillögunni yrði vísað frá þar sem ekki lægi fyrir tillaga um nýjan formann. Gengið var til atkvæða um frávísunartillöguna og var hún samþykkt með atkvæðum 6 nefndarmanna; Jóns Gunnarssonar, Bergþórs Ólasonar, Vilhjálms Árnasonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Ara Trausta Guðmundssonar og Karls Gauta Hjaltasonar.

Í lok fundar var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá Vegagerðinni um málefni Hringbrautar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:58