41. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 08:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:35
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:32
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 09:16.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) 219. mál - umferðarlög Kl. 08:31
Á fund nefndarinnar mættu Valgerður B. Eggertsdóttir, Jónas Birgir Jónasson og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar mættu Unnsteinn Snorri Snorrason frá Bændasamtökum Íslands, Oddný Steina Valsdóttir frá Landssamtökum sauðfjárbænda og Jóhann Gísli Jóhannsson og Hlynur Gauti Sigurðsson frá Landssamtökum skógareigenda. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 152. mál - staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum Kl. 10:05
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 10:06
Rósa Björk Brynjólfsdóttir óskaði eftir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mætti á fund nefndarinnar til að ræða reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar næstu fimm árin.
Hanna Katrín Friðriksson og Helga Vala Helgadóttir tóku undir þá ósk.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10