46. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 09:10


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Fjölnir Sæmundsson (FjS), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) Skýrsla og tillögur starfshóps um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Árni Freyr Stefánsson úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Ráðherra fór yfir skýrslu starfshóps um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 um stjórnun orkusambandsins og loftslagsgerða, sem breytir reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 663/2009 og (EB) 715/2009, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB, 98/70/EB, 2009/31/EB, 2009 Kl. 09:46
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) Reglugerð (ESB) 2018/841 Evrópuþingsins og ráðsins um að fella losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun, breytingum á landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til 2030 og um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins Kl. 09:46
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

5) Reglugerð (ESB) 2018/842 Evrópuþingsins og ráðsins um bindandi, árlegan samdrátt aðildarríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 sem framlag til loftslagsaðgerða til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breyting Kl. 09:46
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) 90. mál - breyting á sveitarstjórnarlögum Kl. 09:49
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 219. mál - umferðarlög Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar mætti Úlfar Lúðvíksson frá Lögreglustjórafélagi Íslands. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 10:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:08