47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. mars 2019 kl. 14:03


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 14:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 14:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 14:03
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 14:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 14:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:03
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 14:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 14:03
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 14:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:15

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:25
Fundargerðir 45. og 46. fundar samþykktar.

2) 219. mál - umferðarlög Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar mættu Auður Þóra Árnadóttir og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Guðjón Sigurðsson og Albert Kristjánsson frá Glitur, bílamálun og réttingar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 642. mál - siglingavernd Kl. 14:20
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 639. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 14:21
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 14:56
Hanna Katrín Friðriksson óskaði eftir því að stjórn Íslandspósts ohf. yrði fengin á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri vegna frétta af fyrirhugaðri hlutafjáraukningu o.fl. Helga Vala Helgadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir tóku undir beiðnina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:56