48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:43
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:39
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:37.
Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:14.
Bergþór Ólason vék af fundi kl. 11:49.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 512. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mættu Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Sigríður Víðis Jónsdóttir aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Guðjón Bragason og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Björn Hafsteinn Halldórsson frá Sorpu bs. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Gunnar Dofri Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnulífsins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 219. mál - umferðarlög Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Heiðar Guðmundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Gunnar Dofri Ólafsson og Ísak Einar Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigríður J. Friðjónsdóttir og Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir frá Ríkissaksóknara og Kristín Helga Markúsdóttir og Kristófer Ágúst Kristófersson frá Samgöngustofu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05