52. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 09:04


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:12
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:50
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 09:26.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 51. fundar samþykkt.

2) 512. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.
Nefndin ræddi málið.

3) 219. mál - umferðarlög Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar mættu Helgi Valberg Jensson, Guðbrandur Sigurðsson, Elín Hrafnsdóttir og Halldór Halldórsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Þrándur Arnþórsson og Jón Eyþórsson frá Akstursíþróttasambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Málefni Herjólfs og Landeyjahafnar Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Bergþóra Þorkelsdóttir og Stefán Erlingsson frá Vegagerðinni og Lúðvík Bergvinsson frá Herjólfi ohf.
Fóru gestir yfir stöðuna á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og dýpkunarmálum í Landeyjahöfn. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

5) Staðan á flugmarkaði Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Ragnhildur Hjaltadóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Kristín Helga Markúsdóttir og Einar Örn Héðinsson frá Samgöngustofu.
Fóru gestir yfir stöðuna á flugmarkaði og hvernig eftirliti með flugrekendum er háttað. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:34
Rósa Björk Brynjólfsdóttir óskaði eftir að umhverfis- og auðlindaráðherra yrði boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir stöðuna í loftslagsmálum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35