54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 13:02


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 13:27
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:02
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:02
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:36
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:39

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 14:48 vegna annarra þingstarfa.
Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 14:50 vegna annarra þingstarfa.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 15:03 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var sameiginlegur með atvinnuveganefnd.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Frestað.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 13:02
Á fund nefndanna mættu Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Jón Kaldal frá Iceland Wildlife Fund. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndanna Ólafur Ingi Sigurgeirsson lektor við Háskólann á Hólum. Viðstaddur gegnum síma var Helgi Þór Thorarensen prófessor við Háskólann á Hólum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 15:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:13