55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 09:01


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:09
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:01
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:11
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:01
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:01
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:01
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:34
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:01
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:01

Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 52.-54. fundar samþykktar.

2) 512. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:02
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Ari Trausti Guðmundsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Að auki skrifar Jón Gunnarsson undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 11:07
Nefndin ræddi málið.

4) 416. mál - öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Henríetta Kristjánsdóttir og Guðbjörn Jensson frá Samgöngustofu og Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Geir Arnar Marelsson og Ragnar Freyr Magnússon frá Landsvirkjun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Jens Pétur Jensen og Axel Tómasson frá ISNIC - Internet á Íslandi hf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins og Örn Arnarson og Íris Hreinsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:49
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:17