57. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 09:01


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:01
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 10:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:01
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:01
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:01
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:01
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 09:01
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:01
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:01

Bergþór Ólason boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:26.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Frestað.

2) 739. mál - póstþjónusta Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Þór Gunnsteinsson, Guðbjörg Sigurðardóttir og Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 642. mál - siglingavernd Kl. 09:44
Á fund nefndarinnar mætti Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynnti hún málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 639. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 10:09
Á fund nefndarinnar mætti Ólafur Reynir Guðmundsson frá Ferðamálastofu. Gerði hann grein fyrir athugasemdum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Óskar Sandholt frá Reykjavíkurborg og Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 219. mál - umferðarlög Kl. 11:25
Nefndin ræddi málið.

6) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 11:47
Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:48