59. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. apríl 2019 kl. 09:02


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 09:02
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 09:02
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:02

Hanna Katrín Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Karl Gauti Hjaltason boðuðu forföll.
Jón Þór Þorvaldsson vék af fundi kl. 10:36.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:26
Fundargerðir 56.-58. fundar samþykktar.

2) 542. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mætti Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynnti hann málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Agnar Bragi Bragason og Frigg Thorlacius frá Umhverfisstofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 739. mál - póstþjónusta Kl. 10:48
Á fund nefndarinnar mættu Breki Karlsson og Einar Bjarni Einarsson frá Neytendasamtökunum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

Framsögumaður málsins, Jón Gunnarsson, kynnti drög að nefndaráliti.
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Valur Björnsson, Una Hildardóttir. Að auki skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis Karl Gauti Hjaltason, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson.

4) 647. mál - fiskeldi Kl. 11:16
Nefndin ræddi málið og afgreiddi umsögn um málið til atvinnuveganefndar.

5) Önnur mál Kl. 11:26
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:27