64. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 08:59


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:59
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 08:59
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:59
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:23
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:59
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:59
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:59
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:59
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:21
Fundargerðir 62. - 63. fundar samþykktar.

2) 416. mál - öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Baldur Dýrfjörð frá Samorku. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Þá mættu á fund nefndarinnar Karl Alvarsson og Guðný Ragna Ragnarsdóttir frá Isavia. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 639. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 09:59
Á fund nefndarinnar mættu Birgir Óli Einarsson og Steingrímur Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 270. mál - póstþjónusta Kl. 10:56
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Þór Gunnsteinsson, Unnur Elfa Hallsteinsdóttir og Ottó V. Winther. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Gunnar Dofri Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands og Benedikt S. Sveinsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnulífsins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37