65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 15:06


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 15:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:06
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 15:31
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:06
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:18
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:38

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Frestað.

2) 270. mál - póstþjónusta Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mætti Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Samgöngumál Kl. 15:39
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Sigurbergur Björnsson og Ragnhildur Hjaltadóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Ráðherra ræddi samgöngumál og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 270. mál - póstþjónusta Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar mætti Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 15:51
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:26